Heil umferð verður leikin í Olís deild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Stjörnunni. Eyjastúlkur eiga harma að hefna, en Stjarnan vann fyrri leik liðana í Garðabæ í haust.
Fyrir leiki dagsins situr ÍBV í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig úr 13 leikjum. Stjarnan er hins vegar í næst neðsta sætinu með 5 stig. Allir leikir 14. umferðar hefjast klukkan 13.00.
Leikir dagsins:
lau. 20. jan. 24 | 13:00 | 14 | Skógarsel | ÍR – Haukar | – | |||
lau. 20. jan. 24 | 13:00 | 14 | KA heimilið | KA/Þór – Fram | – | |||
lau. 20. jan. 24 | 13:00 | 14 | N1 höllin | Valur – Afturelding | – | |||
lau. 20. jan. 24 | 13:00 | 14 | Vestmannaeyjar | ÍBV – Stjarnan | ![]() |
– |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst