Eyjastúlkur áttu ekki í teljandi vandræðum með Víkinga þegar síðarnefndar liðið kom í heimsókn á laugardaginn. Eyjastúlkur komu mjög ákveðnar til leiks, ákveðnar í að bæta fyrir tapið á útivelli og staðan í hálfleik var 18:13. Leikmenn ÍBV héldu áfram á sömu braut í seinni hálfleik og unnu að lokum með níu mörkum 33:24.