Stjarnan sigraði Orkumótið

Hið árlega Orkumót í knattspyrnu drengja í 6. flokki fór fram nú á dögum í fertugasta skiptið og lauk í gær þar sem lið Stjörnunnar og KR léku til úrslita á Hásteinsvelli.

„Það var Stjarnan sem sigraði Orkumótið í ár. Þeir mættu KR-ingum í jöfnum og mjög spennandi leik þar sem að Stjörnumenn komust yfir í blábyrjun, KR-ingar létu það þó ekki slá sig út af laginu, heldur unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og jöfnuðu með þrumuskoti Ólafs Hrafns Johnson utan af velli. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því var framlengt um 2 sinnum 5 mínútur, það var svona farið að stefna í vítaspyrnukeppni en Stjörnumenn ætluðu sér ekki þangað og kláruðu leikinn með 2 mörkum á lokakafla seinni hluta framlengingar. Mörk Stjörnunnar í leiknum gerðu þeir Róbert Páll Veigarsson, Baldur Ari Baldursson og Jason Valur Guðjónsson” segir í færslu á vefsíðu Orkumótsins.

Upptöku af úrslitaleiknum má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.