Seinni undanúrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV sækir Breiðablik heim. Eyjaliðið verið að gera mjög góða hluti það sem af er sumri og hefur þrátt fyrir að vera í Lengjudeildinni slegið út Bestudeildarlið á leið sinni í undanúrslitin.
Liðið sem sigrar þennan leik í kvöld mætir FH í úrslitum en þær sigruðu lið Vals á þriðjudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 18.00 á Kópavogsvelli, en þess má geta að leikurinn verður í beinni á RÚV 2.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst