Strákarnir áfram í 8-liða úrslit eftir sigur á Fjölni

ÍBV tryggði sér sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla eftir 2-0 sigur á Hásteinsvelli í dag.

Það voru nafnarnir Jonathan Franks og Glenn sem skoruðu mörk ÍBV. Fyrst Franks á 37. mínútu eftir frábæra sendingu frá Breka Ómarssyni. Glenn innsiglaði svo sigurinn eftir að Atli Gunnar Guðmundson varði skot Gilson Correia beint í fætur Glenn, 2-0.

Eyjamenn eru því komir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunar og Fjölni.

ÍBV á þó enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni og munu freista þess að breyta því nk. sunnudag á Hásteinsvelli þar sem þeir taka á móti toppliði Skagamanna.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.