Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri, kynnti helstu á fundi fræðsluráðs í vikunni niðurstöður úr ytra mati Menntamálastofnunar á Grunnskóla Vestmannaeyja. Matið kom heilt yfir ágætlega út, styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta einnig nokkur. Skólinn vinnur að umbótaáætlun út frá niðurstöðum matsins sem skilað verður til Menntamálastofnunar.
Ráðið þakkaði kynninguna. “Þessi úttekt styrkir skólann í að hann sé að vinna vel og þá getur hann nýtt góða leiðsögn sem kemur fram í tillögum til úrbóta til að gera enn betur. Skólastjóra er falin eftirfylgni umbóta í samvinnu við skólaskrifstof,” segir í niðurstöðu ráðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst