Stytting vinnuvikunnar afgreidd á aukafundi
23. desember, 2020

Stytting vinnuvikunnar í kjaramálum var eina mál á dagskrá aukafundar í bæjarstjórn sem fram fór 21. desember síðastliðinn. Forsagan er sú að á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var þann 3. desember sl., var ákveðið að samþykkja samkomulög við starfsfólk stofnana Vestmannaeyjabæjar, um styttingu vinnutíma, á sérstökum aukafundi bæjarstjórnar.

Síðastliðna mánuði hefur staðið yfir vinna við styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk í samræmi við kjarasamninga opinberra starfsmanna. Meginmarkmið með styttingu vinnuvikunnar er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess á að samþætta vinnu og einkalíf.
Lagt var upp með þrjú markmið í undirbúningnum og innleiðingunni: a) að skapa ávinning fyrir starfsfólk, b) að skerða ekki þjónustu sveitarfélagsins og c) að styttingin leiði ekki til kostnaðarauka.

Undirbúningurinn og vinnan hefur tekist afskaplega vel og hefur starfsfólk á stofnunum bæjarins tekið virkan þátt. Starfshópar á vinnustöðum lögðu fram tillögur um útfærslu styttingar. Í framhaldinu var kosið um tillögur að styttingu vinnutíma á hverjum vinnustað og útbúið samkomulag byggt á niðurstöðum einstakra vinnustaða sem send voru bæjarstjórn til samþykktar, reglum samkvæmt. Hver vinnustaður hefur lagt sig fram um að skoða vinnuumhverfi, skipulag vinnunnar og rætt vinnustaðamenninguna.

Þegar bæjarstjórn hefur staðfest öll samkomulögin verður heildaryfirlit sent svokölluðum innleiðingarhópi samningsaðila, sem skipaður er fulltrúum frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB, BHM og ASÍ.

Í hverju samkomulagi er kveðið á um endurskoðun vinnutímafyrirkomulags í maí 2021, nema annað sé tekið fram. Markmiðið með því er að meta áhrif breytinganna og hvort vinnutímafyrirkomulag henti og falli vel að starfsumhverfi og markmiðum með styttingu vinnuvikunnar.

Að öðru leyti er vísað til erindis mannauðsstjóra sem sent var bæjarstjórn 3. desember sl. Efni erindisins er staðfesting sveitarstjórnar um tilhögun vinnutímastyttingar.

Við umræðu tóku til máls: Eydís Ósk Sigurðardóttir, mannauðsstjóri og gestur fundarins, Íris Róbertsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Bæjarstjórn samþykkti öll umrædd samkomulög um styttingu vinnutíma hjá starfsfólki stofnana Vestmannaeyjabæjar í dagvinnu. Bæjarstjórn vill jafnframt koma fram þakklæti til alls þess starfsfólks sem tók þátt í vinnunni.

Sérstakar þakkir fá fulltrúar vinnutímanefndar Vestmannaeyjabæjar sem skipuð er þeim; Eydísi Ósk Sigurðardóttur, mannauðsstjóra, Unni Sigmarsdóttur, fulltrúa starfsfólks í Stavey, Arnari G. Hjaltalín, fulltrúa starfsfólks í Drífanda, Láru Konráðsdóttur, fulltrúi starfsfólks í BHM, Jóni Péturssyni, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, Ólafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og Ernu Georgsdóttur, starfsmanni nefndarinnar.

Bæjarstjórn lýsir mikilli ánæginu með að þetta stóra samstarfsverkefni starfsmanna, stjórnenda stofnana, stéttarfélaga og bæjarfélagsins, sem nær til allra vinnustaða Vestmannaeyjabæjar, sé lokið. Áfram verður unnið að vinnutímastyttingu hjá vaktavinnufólki sem taka á gildi 1. maí 2021. Gagnlegt hefur verið fyrir alla þessa aðila að koma að verkefninu og er samstarfið nauðsynlegt fyrir árangur og framgang þess.

Afgreiðslutillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Upptöku af fundinum má sjá hér að neðan.

Til Bæjarstjórnar Vestmannaeyja.pdf

 

https://youtu.be/awMK-fWOr6Q

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst