„Ég man fyrst eftir mér á Hjalteyri, sem var pínulítið tvíbýli á tveimur hæðum norðan megin við Reglubrautina og var þröngur malarstígur á milli Vesturvegar og Vestmannabrautar,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, Eyjamaður og knattspyrnukappi í mjög áhugaverðu viðtali við Ásmund Friðriksson í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á fimmtudaginn. Viðtalið kallar Ásmundur, Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni.
Og áfram er haldið: „Nágrennið var þéttbýlt og flest húsin báru nöfn, fyrir vestan okkur í brekkunni bjó Valþór á Reynifelli, á Litla-Hrauni var Siggi minkur hjá afa sínum og ömmu en beint á móti þeim voru fjárhúsin, fjósið og hlaðan sem tilheyrði Breiðholti og Reykjum, rétt vestar bjó Nína á Sandfelli og Nínonarnir. Ská á móti okkur var Ey, en þar bjuggu Begga og Trani í Görn og Dóra dóttir þeirra. Beint á móti okkur var Skipholt, en þar bjó Sveinbjörg og Friðrik Ingimundarson sem áttu fallegasta garðinn í götunni. Það varð allt brjálað þegar við spörkuðum bolta inn í blómabeðin og óðum þar inn á skítugum skónum í leit að boltanum innan um fallegar Eyjasóleyjar, rósir og runna,“ segir Ásgeir og koma fleiri þekktir Eyjamenn sem uppi voru um miðja síðustu öld við sögu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst