Steini og Olli buðu best í byggingu vallarhúss

hasteinsvollur_2017.jpg

Þann 13. janúar sl. voru opnuð tilboð í vallarhús við endunýjun Hásteinsvallar, segir í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Þar segir ennfremur að þrjú tilboð hafi borist í verkið. Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri kynnti á fundinum niðurstöður tilboða. Þau voru sem hér segir: Steini og Olli ehf. bauð 57.911.150,-, SA smíðar ehf. buðu kr. 73.714.900,- og tilboð […]

Óskar aðstoðar Þorlák

Knattspyrnuþjálfarinn og Eyjamaðurinn Óskar Elías Zoega Óskarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í fótbolta. Hann mun því vera Þorláki Árnasyni innan handar og mynda þjálfarateymi með honum og Kristian Barbuscak markmannsþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Óskar er 29 ára þjálfari sem lék upp alla yngri flokkana með ÍBV, hann lék […]

Tekist á um listaverkið á fundi skipulagsráðs

DSC 1200

Listaverk í tilefni 50 ára goslokaafmælis var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Fundað var á mánudaginn sl. Á fundinum var lögð fram að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára goslokaafmælis Heimaeyjargossins ásamt umhverfisskýrslu áætlunar og nýtt deiliskipulag fyrir […]

Eyjatónleikarnir – Aldrei of seint að byrja

„Ég hef spilað á öllum Eyjatónleikunum í Hörpu, allt frá minningartónleikum um Oddgeir í nóvember 2011 og svo í kjölfarið á öllum janúartónleikunum,“ segir Eyjamaðurinn Eiður Arnarsson bassaleikari á Eyjatónleikunum. „Held raunar að flestir í hljómsveitinni hafi komið fram á sem næst öllum tónleikunum og mögulega hefur hann Kjartan Valdemarsson vinur minn spilað á þeim […]

Bjarni hættir hjá SASS

Bjarni SASS

Stjórn SASS og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum. Bjarni, sem hefur verið framkvæmdastjóri SASS í tíu ár, hefur þegar látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu SASS. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp samtök sveitarfélaga á Suðurlandi sem sinna […]

Spáð í spilin fyrir HM karla í handbotla

HM karla í handbolta hófst formlega í gær með leik Frakklandi gegn Katar í Herning í Danmörku. Eins og mörgum er orðið kunnt spilar Ísland sinn fyrsta leik á fimmtudaginn n.k. gegn Grænhöfðaeyjum. Við hjá Eyjafréttum tókum púlsinn á stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í aðdraganda mótsins og ræddum við Sigurð Bragason handboltaþjálfara ÍBV kvenna. Hvernig telur […]

Verkefnið kynnt bæjarbúum á næstu vikum

DSC_3312

„Ég hef heilmikinn skilning á því að fólk mótmæli  ef það telur að fyrirhuguð sé röskun á ásýnd Eldfells, eins og sagt er í yfirskrift þessarar undirskriftasöfnunar. Tala nú ekki um ef ég teldi að verið væri að framkvæma stórkostlegt og óafturkræft inngrip í náttúruna eins og sumir halda fram; þá myndi ég sjálfur skrifa […]

Laxey og lúxushótel skapa tækifæri

Johann Opf Cr DSC 8755

Okkar maður, Jóhann Halldórsson, sem skrifað hefur pistla á Eyjafréttir.is þar sem hann veltir upp stöðu og framtíð Vestmannaeyja hélt áhugaverðan fyrirlestur við afhendingu Fréttapýramídanna. Jóhann kallar pistla sína Litla Mónakó og vísar til mikillar uppbyggingar í Vestmannaeyjum. Fór hann yfir þá þýðingu sem tilkoma Laxeyjar er fyrir Vestmannaeyjar og þá möguleika sem opnast með […]

Gífurlega ósátt við að vita ekki hvernig þetta mun líta út

Eldfell Tms Lagf

Um miðjan síðasta mánuð var sett af stað undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Eldfelli. Fram kemur að undirrituð mótmæli fyrirhugaðri röskun á ásýnd, og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverks á Eldfelli. Bjartey Hermannsdóttir er ábyrgðarmaður undirskriftalistans. Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að hún ákvað að hefja undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Eldfelli segir hún að hún hafi verið […]

Eyjatónleikar 2025 – Bjartsýn á góða aðsókn

Fjórtándu Eyjatónleikarnir verða haldnir í Eldborg í Hörpu  laugardagskvöldið 25. janúar þar sem söngvararnir Klara Elías, Sigga Beinteins, Magnús Kjartan, Bjartmar, Eló, Sæþór Vídó, Kristín Halldórs, Matti Matt og Guðný Elísabet Tórshamar koma fram. „Magni forfallaðist sökum veikinda og var Matti Matt svo elskulegur að taka hans hlutverk. Hljómsveitarstjóri er Þórir Úlfarsson sem hefur verið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.