Leigusamningur framlengdur um gamla sambýlið

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða samtals 72 félagslegum leiguíbúðum en með félagsleg leiguhúsnæði er átt við almennt félagslegt leiguhúsnæði (21), húsnæði fyrir fatlað fólk (sértækt húsnæði (7) og húsnæði með stuðningi (3)), leiguhúsnæði fyrir aldraða (30) og þjónustuíbúðir aldraðra (11). Fram kemur […]
Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi

Umræða um sorpmálin og nýkynnta gjaldskrá í málaflokknum er nokkuð hávær í Vestmannaeyjum í dag. Málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undanfarna mánuði og var að lokum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Um er að ræða stórt hagsmunamál sem hefur áhrif á hvern einasta íbúa bæjarins, fyrirtæki og bæjarsjóð. Mótbárur minnihlutans á […]
Opnað fyrir bókanir í Herjólf fyrir Þjóðhátíð

Opnað verður fyrir bókanir í Herjólf fyrir dagana í kringum Þjóðhátíðina kl 09:00 í dag, samkvæmt heimasíðu Herjólfs. Farþegar eru hvattir til að tryggja sér pláss með fyrirvara, bæði fyrir sig sjálfa og farartæki ef við á. Hægt er að kaupa miða bæði á heimasíðu Herjólfs og á dalurinn.is. Hér fyrir neðan má sjá siglingaráætlun […]
Dagur einstakra barna

Á morgun, 28. febrúar verður haldin glitrandi dagur þar sem fólk er hvatt til þess að klæðast glitrandi fatnaði eða bera glitrandi hlut. Dagurinn er helgaður sjaldgæfum sjúkdómum þar sem athygli er vakni á þeim og þeim áskorunum sem einstaklingar með slíka sjúkdóma og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir. Dagur sjaldgæfra sjúkdóma var fyrst haldinn […]
Kjördæmavikan: Einn þingmaður mætti

Þingfundir liggja niðri þessa vikuna vegna kjördæmaviku. Einungis einn þingmaður heimsótti Eyjamenn í vikunni. Er það þó upp á við þar sem í síðustu kjördæmaviku kom enginn þingmaður til Eyja. Það var í október síðastliðinn. „Samfylkingin var búin að hafa samband og óska eftir fundi með bæjarstjórn í vikunni en frestuðu heimsókninni. Einnig voru fulltrúar […]
Litla Mónakó – Sérblað um fjármálastofnanir og Vestmannaeyjar

Forsíða Eyjafrétta segir mikla sögu breytinga í almennri þjónustu. Myndina tók Sigurgeir Jónasson þegar haldið var upp á 40 ára afmæli Sparisjóðs Vestmannaeyja 3. desember 1982. Þarna er mikið um að vera. Margt fólk bíður eftir þjónustu, gjaldkerar telja peninga, taka við ávísunum og skrá úttektir og innlegg í sparisjóðsbækur og alla fært í höndum. […]
Áætlunarflugið framlengt

„Ríkistyrkta flugið verður framlengt um 2 vikur,” skrifar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri á facebook-síðu sína í morgun. Þar greinir hún frá því að henni hafi verið að berast svar frá innviðaráðuneytinu við ósk hennar um framlenginu á flugi til Vestmannaeyja, sem hún sendi þann 18. febrúar sl. Í svari ráðuneytisins kemur fram að áfram verði flogið […]
Stúlkan fundin – uppfært

Uppfært kl. 12.34. Stúlkan sem lögreglan í Vestmannaeyjum lýsti eftir fyrr í dag er nú komin fram. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. (meira…)
Áframhaldandi breytingar í kvennaboltanum

Handboltakonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska munu að öllum líkindum yfirgefa ÍBV að loknu keppnistímabilinu segir þjálfari liðsins, Sigurður Bragason þegar hann var spurður út í væntanlegar breytingar á leikmannahópnum í samtali við handbolti.is Olszowa og Wawrzynkowska gengu til liðs við ÍBV árið 2019 og hafa verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Olszowa hefur þó […]
Bikarævintýrið búið

Eyjamenn eru úr leik í bikarkeppninni í handbolta, en liðið tapaði í kvöld gegn frísku Stjörnuliði á Ásvöllum. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en Stjarnan leiddi í leikhléi 18-16. Munurinn jókst svo þegar leið á seinni hálfleikinn og má segja að Eyjaliðið hafi aldrei séð til sólar eftir það. Leiknum lauk með […]