Einar Hlöðver – Vestmannaeyjar 2050

Árið er 2050 og Vestmannaeyjar er fyrirmynd bæjarfélaga um gervöll Norðurlönd. Lítið eyjasamfélag tók stökk með þéttri samvinnu, öflugri nýsköpun, styrkri stefnumótun og skýrri framtíðarsýn. Fjöldi bæjarbúa hefur aukist um fjórðung á síðustu 25 árum og eru komnir yfir 5000 manns í fyrsta sinn síðan fyrir gosið 1973. Hlutfall Vestmannaeyja í heildar landsframleiðslu og þjóðartekjum […]
Farþegum fækkaði en farartækjum fjölgaði

Farþegafjöldi Herjólfs dróst saman um 0,6% milli áranna 2023 og 2024. Á síðastliðnu ári voru farþegar 428.390 en árið áður voru þeir 431.008 og nemur fækkunin 0,6%. Flutningur á farartækjum jókst hins vegar um 8%. Herjólfur flutti 120.587 árið 2024 en 111.656 farartæki árið 2023. Þetta kemur fram í svari Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs […]
Hressó fagnar 30 árum

Í dag fagnar líkamsræktarstöðin Hressó 30 ára starfsafmæli, en stöðin opnaði þann 6. janúar 1995. Þrátt fyrir að Hressó hafi verið stór hluti af samfélaginu í þrjá áratugi, mun stöðin loka dyrum sínum þann 31. maí næstkomandi. Hressó hefur ávallt lagt metnað í að bjóða upp á fjölbreytta líkamsræktartíma og hefur staðið fyrir námskeiðum og […]
Bergur og Vestmannaey með tæp 5.000 tonn í fyrra

Afli bolfiskskipa Síldarvinnslusamstæðunnar var mjög góður á árinu 2024 en heildarafli þeirra var 36.890 tonn. Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, færðu samtals að landi tæplega 5.000 tonna afla, Bergur 4.752 tonn og Vestmannaey 4.992 tonn. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna, segir – í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar – að menn séu ágætlega sáttir við árið. […]
Meira af glitskýjum

Líkt og greint var frá í gær hér á Eyjafréttum sáust á lofti glitský í Eyjum og víðar um landið. Ekki er útilokað að hægt verði að sjá þau aftur í dag. Glitský eru marglit ský og eru þau í heiðhvolfi ofan við veðrahvol, í um 45,000 til 90,000 feta hæð. Þau eru frá hæð […]
Árið er…

Árið er 2024. Halldór B. Halldórsson hefur tekið saman ljósmyndir frá nýliðnu ári sem hann setti saman í skemmtilegt myndband sem sjá má hér að neðan. (meira…)
Helgistund í Stafkirkjunni markaði lok jólanna

Í dag var haldin hin árlega þrettánda helgistund í Stafkirkjunni hér í Eyjum, þar sem gestir komu saman til að njóta kyrrðar og hátíðlegrar stundar. Tríó Þóris Ólafssonar lék og söng fyrir gesti. Séra Guðmundur Arnar Guðmundsson flutti hugvekju, þar sem hann hvatti gesti til að líta til baka með þakklæti og horfa fram á […]
Glitskýin séð frá Eyjum

Glitský sjást nú ágætlega í Eyjum, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. Sigfús Gunnar Guðmundsson, ljósmyndari tók myndirnar í dag. Á vef Veðurstofu Íslands er glitskýjum lýst sem fögrum skýjum sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15-30 kílómetra hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Glitský myndast þegar það er […]
Tap gegn ÍR

Boltinn er farinn að rúlla aftur hjá stelpunum í Olís deildinni. Um helgina fór fram heil umferð í deildinni. Þrír í gær og umferðinni lauk svo í dag þegar ÍBV tók á móti ÍR. Gestirnir komust yfir í lok fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 15-13 fyrir ÍR. ÍR sem aðeins hafði unnið einn […]
Dýpkun gengur ágætlega

Herjólfur ohf. hefur gefið út tilkynningu vegna siglinga á morgun, 6. janúar. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 19:30, 22:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 20:45, 23:15 *Ferðir kl. 14:30,15:45,17:00,18:15 falla niður. *Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs […]