Í vetrarbúning

Í dag fáum við að sjá Vestmannaeyjar í vetrarbúningi. Stillt veður og fallegt um að litast. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur eyjarnar úr lofti. (meira…)
Litla Mónakó – Gleðibankinn

Óhætt er að fullyrða að landeldi á Íslandi fari með vindinn í bakið inní nýtt ár. Af nógu er að taka þegar að árið er gert upp og ófáir áfangarnir sem landeldisfyrirtækin hafa náð. Eitt af því sem stendur þó uppúr verður að teljast nýleg bankafjármögnun sem bæði First Water og Laxey hafa tryggt sér […]
hOFFMAN heillaði á tónleikum í Alþýðuhúsinu

Eyjahljómsveitin hOFFMAN hélt frábæra tónleika í Alþýðuhúsinu í gær, en hljómsveitin er nýkomin saman aftur eftir 15 ára pásu. Uppselt var á tónleikana og greinilegt tilhlökkun og eftirvænting var í húsinu. Hljómsveitin tók gamla og góða slagara, ásamt því að kynna nýtt efni. hOFFMAN vinnur nú að því að taka upp sínu þriðju plötu en […]
Ingó og Gummi tróðu upp í Höllinni

Það var sannkölluð partýstemning í Höllinni í gærkvöldi þegar bræðurnir Ingó og Gummi Tóta mættu til Eyja og héldu stórtónleika fyrir troðfullri Höll. Bræðurnir, sem eru þekktir fyrir sína einstöku hæfileika við að halda uppi stuðinu, stóðu fyllilega undir væntingum Eyjamanna og var ekki var annað að sjá en að gestir hafi notið sín í […]
hOFFMAN í Alþýðuhúsinu í kvöld

Eyjahljómsveitin hOFFMAN kemur fram í Alþýðuhúsinu í kvöld, 28 desember en uppselt er á tónleikana fyrir þó nokkru síðan. Sem stendur á hljómsveitin topplag á Xinu977 og heitir lagið Shame. Lagið hefur fengið mikla athygli og er fyrsta lag strákana af væntanlegri breiðskífu. Verður hún sú þriðja sem sveitin gefur út. Öllu verður til tjaldað […]
Slippurinn tekur sitt síðasta tímabil

Eftir 13 ár er nú komið að tímamótum. Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum mun ljúka sínu síðasta tímabili næsta sumar. Síðustu ár hefur Slippurinn verið leiðandi á sviði íslenskrar matargerðar með áherslu á náttúru, árstíðabundna matargerð og sjálfbærni. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Þegar við stofnuðum Slippurinn árið 2012 höfðum við ekki hugmynd um hversu mikil […]
Gamlársgöngu/hlaup 2024

Hin árlega Gamlársganga verður farin á gamlársdag en gengið er til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Farið verður af stað klukkan 11:00 og verður gengið, nú eða hlaupið frá Steinstöðum. Allir þátttakendur fara leiðina á sínum hraða. Hlaupið eða gangan endar svo á veitingastaðnum Tanganum og boðið verður uppá súpu og brauð. Aðgangseyrir er 2000 kr. á […]
Norðlæg átt um áramót

Það styttist í áramót og ekki úr vegi að líta yfir veðurhorfurnar á þessum síðustu dögum ársins og hvernig muni viðra á landann á áramótunum. Lítum fyrst á veðurspánna fyrir næsta sólarhing á Suðurlandi. Segir í spá Veðurstofunnar: Breytileg átt 3-8 m/s og él, en snjókoma við ströndina síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Norðan […]
Kæra ákvörðunina til matvælaráðuneytis

Bergur-Huginn ehf. hefur lagt fram kæru til matvælaráðuneytisins vegna ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togara félagsins Vestmannaey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vikur í byrjun næsta árs fyrir vigtunarbrot. Fréttavefurinn mbl.is greinir frá. Fram kemur í umfjölluninni að útgerðarfélagið krefjist þess að ákvörðun Fiskistofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refsingunni […]
Svipt veiðileyfi í 2 vikur

Fiskistofa hefur svipt skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE 54 leyfi til veiða í tvær vikur frá og með 6. janúar nk. til og með 19 janúar. Þetta kemur fram í ákvörðun Fiskistofu sem birt er á vefsíðu Fiskistofu. Er skipið svipt veiðiréttinum vegna vigtarbrots sem átti sér stað þann 5. desember 2023. Fram kemur í ákvörðuninni […]