Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar!

Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Ég er húsasmiður að mennt […]
Hásteinsvöllur: Ekki gert ráð fyrir hitalögnum

Skóflustunga vegna upphafsframkvæmda gervigrasvallar á Hásteinsvelli var tekin fyrsta dag nóvember. Framkvæmdir vegna jarðvinnu og lagna er í útboðsferli en tilboð voru opnuð þann 7. nóvember sl. Eyjafréttir óskuðu eftir að fá kostnaðaráætlun fyrir verkið en hún verður ekki gerð opinber strax. „Kostnaðaráætlun verður birt með tilboðum eftir opnun þeirra og verður aðgengilegt eftir næsta […]
Brýnt að koma verkefninu inn í fjárhagsáætlun

Landfylling á Eiði var til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór þar yfir minnisblað frá Völuberg ehf. þar sem farið er yfir möguleg svæði grjótnám. Fram kemur í fundargerðinni að fara þurfi í loftboranir og í framhaldinu í kjarnborun þegar álitlegt berg finnst sem hægt er að […]
1. vinningur til Vestmannaeyja

Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 9,6 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum. Sex skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra 73.900 kr. Tveir miðanna voru keyptir í Lottó-appinu, þrír eru í áskrift og einn var keyptur í […]
Fetar í fótspor föður síns

Bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir ÍBV eftir að hafa yfirgefið Leikni Reykjavík í vikunni. Arnór hafði verið í Leikni frá árinu 2020 en áður var hann í Fylki í stuttan tíma og Stjörnunni, þar sem hann er uppalinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags. Þessi 23 ára leikmaður lék með […]
Grótta gjörsigraði ÍBV

Botnlið Gróttu gerði góða ferð til Vestmannaeyja í dag, en liðið gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði lið ÍBV. Lokatölur 31-19. Jafnræði var með liðunum fyrsta þriðjung leiksins en í leikhléi var Gróttu-liðið komið með þriggja marka forystu, 16-13. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum og fór svo að Grótta sigraði eins […]
Hermann tekur við HK

Knattspyrnudeild HK hefur samið við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla til næstu þriggja ára. Hermann eða Hemmi, er flestu knattspyrnuáhugafólki vel kunnugur. Hann lék lengi sem atvinnumaður á Englandi og spilaði yfir 300 leiki í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að eiga 89 A-landsleiki á bakinu, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild HK. […]
Uppfært: Herjólfur til Þorlákshafnar

Því miður versnuðu aðstæður í Landeyjahöfn. Herjólfur siglir því til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Þetta segir í nýútgefinni tilkynningu frá Herjólfi ohf. en áður hafði verið gefið út að siglt yrði til Landeyjahafnar síðdegis. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]
Engin íbúakosning samhliða næstu alþingiskosningum

Í maí síðastliðnum var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar að kanna hug íbúa, hvort hefja skuli vinnu við að byggja upp þróunarsvæðið M2, sem fór undir hraun í gosinu árið 1973 eða ekki. Íbúakosning verði framkvæmd samkvæmt reglugerð 0922/2023 og 60 gr. samþykktar Vestmannaeyjabæjar áður en lagt er af stað í skipulagsvinnuna en ekki á […]
Hægt verði á framkvæmdahraða

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ár fór fram á síðasta fundi bæjarstjórnar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flutti þar framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2025. Áætla rúmlega 500 milljóna afkomu samstæðu Fram kom í framsögu bæjarstjóra að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust, þrátt fyrir að sveitarfélög séu mörg hver nú […]