Addi í London kveður og þakkar fyrir sig
„Ég varð sjötugur 21. janúar og tilbúinn að hætta um það leyti en Sindri Víðars samdi við mig um að vera eitthvað lengur og bæta loðnuvertíðinni 2024 við starfsferilinn. Loðnan sveik okkur og þjóðina alla en ég vann áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hannes [Kristinn Sigurðsson] innkaupastjóri VSV brá sér svo af bæ […]
Sunnudagur í myndum
Mikil gleði og skemmtun ríkti á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár og til margra ánægju var veðrið andstæða veðursins frá kvöldinu áður. Hápunktur margra á ári hverju er brekkusöngurinn sem trúbadorinn og Selfyssingurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson leiddi í þriðja skiptið þetta árið. Áður en brekkusöngurinn hófst var sýnt stutt myndband í minningu Árna Johnsen sem bjó […]
Helgin í gegnum linsu Adda í London
Þjóðhátíð Vestmannaeyja er nú að baki og gestir á eynni farnir að tínast heim. Helgin fór að mestu leyti vel fram í ágætis veðri fyrir utan úrhellisrigningu á laugardagskvöldið. Addi í London var með myndavélina á lofti um helgina og smellti af eftirfarandi myndum. (meira…)
Föstudagskvöldið í myndum
Mikill fjöldi fólks var samankominn í Herjólfsdal á fyrsta kvöldi hátíðarinnar og metur lögreglan í Vestmannaeyjum það svo að sjaldan hafi fleiri verið mættir á föstudegi á Þjóðhátíð. Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið í ár, brennan á Fjósakletti var tendruð og hátíðargestir nutu þess að dansa og syngja í samveru fjölskyldu og vina. Addi í London fangaði […]
Föstudagur í myndum
Setning á Þjóðhátíð Vestmannaeyja fór fram í gær í blíðskaparveðri. Addi í London var á staðnum og smellti þessum skemmtilegu myndum af gestum og gangandi. (meira…)
Fjölbreyttar hrekkjavökuskreytingar (Myndir)
Hrekkjavaka fór fram um síðustu helgi þó ekki sé löng hefð fyrir hátíðarhöldum á hrekkjavöku í Vestmannaeyjum þá hefur þátttaka fólks við hátíðarhöldin aukist síðustu ár. Margir lögðu sitt af mörkum um helgina og skreyttu hús og garða myndarlega, gestum og gangandi til bæði til yndisauka og skelfingar. Addi í London var á ferðinni á laugardagskvöldið og […]