Tilkynning um framboð

Eftir góða umhugsun og hafandi fengið hvatningu úr ýmsum áttum hef ég ákveðið að láta slag standa og gefa kost á mér í 3. – 4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið verður þann 19. júní n.k. Ég er 37 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Ég er kvæntur Matthildi […]
Ósýnilegt en mikilvægt.

Mikilvægi hafnarframkvæmda eru ekki öllum jafn ljós. Hafnir eru einna áhrifamestu innviðir hvers lands. Hafnir eru ekki bara undirstöður byggðar í landinu heldur einn mesti áhrifavaldur hvar byggð er staðsett. Það hefur því verið eitt af mikilvægum verkefnum mínum sem alþingismanns og mikils áhugamanns um samgöngur að berjast fyrir auknum fjármunum til hafnarframkvæmda, viðhalds og […]
Öflugt Suðurkjördæmi

Sem oddviti sveitarfélags síðastliðin tvö kjörtímabil og rekstraraðili hótels á landsbyggðinni síðustu tuttugu ár, hef ég reynt á eigin skinni hvernig lífsbaráttan harðnar þegar fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Flutningsgjöld, margfaldur rafmagnskostnaður, það að þurfa að útvega starfsfólki sínu húsnæði, jafnvel byggja yfir það. Krafan um fæði og uppihald, hvernig þjónusta og fyrirtæki færast eins og fyrir […]
Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Fyrsti framboðslistinn sem Viðreisn kynnir fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg, skipar þriðja sæti listans og Elva Dögg Sigurðardóttir, tómstunda- og […]
Oddný og Viktor Stefán leiða lista Samfylkingarinnar

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í kvöld. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra leiðir listann, í öðru sæti er Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss, þriðja sætið skipar Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá […]
Hólmfríður Árnadóttir leiðir lista VG í Suðurkjördæmi

Dagana 10.-12. apríl fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Suðurkjördæmi. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 2. sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti 3. sæti Sigrún Birna Steinarsdóttir með […]
Rafrænu forvali VG lýkur í dag

Rafrænu forvali hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi lýkur klukkan 17.00 í dag. Á hádegi í gær höfðu 50% félaga á kjörskrá Vg í Suðurkjördæmi kosið. Þetta er annað forvalið í Vg fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Fyrsta forvalið var haldið í Norðausturkjördæmi og þá kusu 63%. Fimm frambjóðendur takast á um fyrsta sæti á lista í […]
Jarl stefnir á 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins

Jarl Sigurgeirsson skólastjóri Tónlistaskólans í Vestmannaeyjum birti eftirfarandi tilkynningu á facebook síðus sinni í kvöld: Í dag skilaði ég inn framboði mínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á suðurlandi sem fyrirhugað er 29.maí næstkomandi. Ég er búinn að velta fyrir mér lengi þessum möguleika og fann að ég hafði löngun til að taka mitt næsta skref í […]
Páll Magnússon ætlar ekki fram

Páll Magnússon þingmaður greindi frá því á facebook síðu sinni nú fyrir skömmu að hann ætlar ekki að bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í næsta mánuði. “Það er ekki vegna neinna ytri aðstæðna í pólitíkinni sem ég tek þessa ákvörðun heldur er hún á endanum persónuleg – kemur innan frá. Oft þegar […]
Fyrsti kynningarfundur frambjóðenda VG

Fyrsti kynningarfundur kjörstjórnar VG – Suðurkjödæmi með frambjóðendum verður í kvöld kl. 20 – 21.30. Fundurinn verður rafrænn. Upplýsingar um tengil á fundinn er að finna á heimasíðu forvalsins, https://sudur.vg.is/ og á www.vg.is Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi. Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný […]