14. umferð Olís deildar karla lýkur í dag með leik Hauka og ÍBV. Um er að ræða leik sem þurfti að fresta vegna veðurs og samgöngu-vandamála milli lands og Eyja.
Eyjamenn sigruðu fyrri leik liðana í Eyjum í haust, 30-26. Haukarnir eru í sjötta sæti með 12 stig, en Eyjaliðið er í þriðja sæti með 19 stig.
Leikurinn að Ásvöllum og hefst hann klukkan 16.00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst