ÍBV tapaði fyrir FH í kvöld 23:24 í Olís-deild karla. Eyjamenn náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum en gerðu áhlaup undir lok leiks en það dugði ekki til. Markahæstur var Sigurbergur Sveinsson með sjö mörk, eftir honum kom Theodór Sigurbjörnsson með sex mörk. Kolbeinn átti góðan leik í markinu og varði 17 skot, þar af tvö víti.