Tap gegn toppliðinu
Eyja_3L2A2658
Jón Ólafur, þjálfari ræðir hér við liðsmenn ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Kvennalið ÍBV tapaði í dag gegn toppliði FHL í Lengjudeildinni. Leikið var fyrir austan. ÍBV lenti undir strax á fimmtu mínútu og þannig stóðu leikar í leikhléi. Fljótlega í síðari hálfleik bætti FHL við tveimur mörkum áður en Ágústa María Valtýsdóttir minnkaði muninn fyrir ÍBV á 70. mínútu. Á 81. mínútu bætti Emma Hawkins við fjórða marki FHL og Samantha Rose Smith innsiglaði svo sigurinn með marki á lokamínutum leiksins.

Emma Hawkins gerði þrennu í leiknum fyrir FHL, en liðið er með afgerandi forystu í deildinni. Eru með 37 stig en næsta lið á eftir þeim er Grótta með 25 stig. Eyjaliðið er í fjórða sætinu með 22 stig. Næsti leikur ÍBV er gegn Fram á heimavelli nk. fimmtudag.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.