Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska kvennalandsliðinu máttu þola níu marka tap gegn Svartfjallalandi, í fyrsta leik sínum í milliriðli, á HM kvenna í handbolta í dag. Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á sæti í 8. liða úrslitum á mótinu.
Íslensku stelpurnar sýndu fínan fyrri hálfleik en Svartfellingar voru með þriggja marka forystu í hálfleik, 11-14. Svartfellingar skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks og komust í 11-18. Íslensku stelpunum gekk illa að stöðva Svartfellsku sóknina og voru Svartfellingar tíu mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins, 27-36.
Eyjastelpurnar, Díana Dögg Magnúsdóttir, Sandra Erlingsdóttir og Elísa Elíasdóttir komust allar á blað í leiknum.
Mörk Íslands: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6 mörk, Dana Björg Guðmundsdóttir 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Sandra Erlingsdóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1.
Næsti leikur Íslands er á fimmtudaginn kl. 19:30, gegn Spáni.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst