Strákarnir í meistaraflokki karla töpuðu sínum fyrsta leik eftir brotthvarf Bjarna Jóhannssonar frá liðinu í kvöld. Liðið spilaði við Víkinga í Víkinni en Ian Jeffs og Alfreð Elías Jóhannsson stýrðu liðinu í sameiningu. Lokatölur 2:1 eftir að staðan hafði verið 1:1 í hálfleik.
ÍBV liðið var ekki lakari aðilinn í leiknum en Víkingar skoruðu eftir rúman hálftíma þegar Vladimir Tufegdzic skilaði boltanum í netið. Simon Smidt var ekki lengi að kvitta fyrir ÍBV þar sem hann jafnaði tæpri mínútu síðar.
Í seinni hálfleik hélt ÍBV áfram að ógna og áttu þeir margar hættulegar sóknir. �?að voru þó Víkingar sem tóku öll stigin þegar Tufegdzic skoraði öðru sinni, nú með skalla. Algjörlega grátlegur endir þar sem markið kom á 90. mínútu leiksins.
Næsti leikur ÍBV er gegn �?rótti á Hásteinsvelli næstu helgi.