Nú er að fara af stað opið kynningar námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-17 ára, einnig fatlaða. Námskeiðið mun hefjast 22. febrúar og lýkur með vina- og fjölskyldumóti þann 29. mars. Þjálfari námskeiðsins er hún Þórey Katla fyrrum afreksspilari með 12 ár að baki í íþróttinni. Ekki er nauðsynlegt að eiga spaða.
Æfingar munur vera á laugardögum og sunnudögum uppí íþróttamiðstöð.
Laugardaga kl 10 – 11 fyrir 6 – 17 ára.
Laugardaga kl 11 – 12 fyrir fatlaða.
Sunnudaga kl 10 – 12 fyrir 6 – 17 ára.
Æfing í einn og hálfan og notum seinasta hálftímann í markmiðssetningu á sunnudögum.
Áhersla og markmið námskeiðsins.
Ábyrgðamenn/ættingjar eru vinsamlegast beðnir um að koma með á æfingar fatlaðra.
Varðandi fleiri upplýsingar er hægt að hafa samband við Þórey Kötlu á Facebook eða á thoreykatlab@icloud.com.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.