„Carl Terblanche verður aðstoðarstöðvarstjóri áframeldis hjá Laxey!“ Þetta segir í færslu á facebook-síðu Laxey. Þar segir jafnframt að Carl hafi BS-gráðu í dýravísindum með áherslu á fiskeldi og hefur hann góða reynslu af fiskeldi.
„Hann verður mikilvægur liðsauki í teyminu okkar nú þegar styttist í að fyrsti skammtur færist frá seiðastöðinni yfir í áframeldið. Carl mun vinna náið með Viðari Erni Victorssyni, sem einnig starfar sem aðstoðarstöðvarstjóri, við að hafa eftirlit með heilsu og vexti laxins okkar, tryggja framleiðslu í hæsta gæðaflokki á meðan við höldum áfram skuldbindingu okkar um sjálfbærni, allt undir leiðsögn Rustans Lindquist, forstöðumanns fiskeldis. Carl hefur nú þegar hafið störf hjá okkur.“ segir í færslunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst