Stjórn Hollvinasamtakana og áhöfn safnskipsins Óðins þakka Vestmannaeyingum fyrir höfðinglegar móttökur á Goslokahátíð 3. og 4. júlí s.l. Mikill fjöldi fólks heimsótti skipið og sýndu þessu 63 ára gamla skipi með svo mikla sögu að baki, mikinn áhuga. Er einstöku starfi sjálfboðaliða að þakka sem hafa gert Óðinn haffæran á ný.
Stjórnendum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar eru færðar sérstaka þakkir fyrir góðan stuðning við siglingu Óðins til Vestmannaeyja. Veitingahúsinu Tanginn sendum við þakkir og kveðjur fyrir góða þjónustu við áhöfn Óðins, sem og Sjóminjasafninu “Dala Rafn” sem Þórður Rafn Sigurðsson stofnaði eru sendar
góða kveðjur.
Skipstjóri Óðins er Vilbergur Magni Óskarsson og yfirvélstjóri Ingólfur Kristmundsson.
Fyrir hönd stjórn Hollvina og áhafnar safnskipsins Óðins.
Guðmundur Hallvarðsson




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.