„Tuttugu yndislegir hlauparar spreyttu síg í Reykjavíkurmaraþoninu um síðastliðna helgi og söfnuðu í leiðinni áheitum fyrir Minningarsjóðinn og þvílíkur dagur! Söfnunin fór langt fram úr væntingum og erum við óendanlega þakklát fyrir framlag hlauparanna, þeim sem hétu á þau og allra sem hvöttu áfram á hliðarlínunni og sendu góðar hugsanir,“ segir á FB-síðu Minningarsjóðs Gunnars Karls, Eyjamanns sem lést langt fyrir aldur fram.
„Þúsund þakkir kæru hlauparar fyrir stórkostlegan dag og innilega til hamingju með glæsilegt hlaup!
Við minnum á að hægt er að sækja um styrk úr sjóðnum á heimasíðunni www.gunnarkarl.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið minningarsjodurgkh@gmail.com.“
Sindri Snær Gíslason, Ólöf Ragnars, Sæþór Hallgrímsson, Klara Benjamínsdóttir, Kristín Grímsdóttir, Guðríður Jónsdóttir, Soffía Baldursdóttir, Rakel Sif Magnúsdóttir, Tanja Tómasdóttir, Diddi Leifs, Thelma Tomm, Guðrún Erla Hilmarsdóttir, Þórleif Guðjónsdótti,r Vala Hrönn Margeirsdóttir, Vigdís Sigurðardóttir, Sylvía Dögg Sigurðardóttir, Minna Björk Ágústsdóttir, Ásgeir Bachmann, Eyrún Haraldsdóttir og Hrefna Haraldsdottir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.