Sæl Ólína. Ég hef borið „svar“ þitt undir nokkra kvótaandstæðinga og nokkra sem eru meðmæltir núverandi kvótakerfi, og eru allir sammála um að „þau“ séu útúrsnúningur og dónaskapur. Mér þykir mjög leitt að þú skulir kjósa að fara í skotgrafirnar, sérstaklega þegar fram kemur sjómaður, sem er fyrir hönd fjölmargra í stéttinni, að reyna fá svör við áleitnum spurningum. Við erum margir mjög efins um áætlanir ykkar stjórnvalda um breytingar á kerfinu. Þær muni ekki skila öðru en kjaraskerðingu, byggðaröskun og annarri óáran.