„Í kvöld var Vestmannaeyjastrengur 5 (VM5) tekin á land í Eyjum, nú eru bæði VM4 og VM5, nýjir rafstrengir Landsnets, komir á land í Eyjum. Fyrsta hluta framkvæmdanna er lokið,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi þegar langingaskipið Aura kom að landi í Eyjum.
„Tveir nýir rafstrengir hafa verið baráttumál okkar Eyjamanna undan farin ár enda mikið gengið á varðandi raforkuöryggi okkar. Þetta verður alger bylting fyrir orkuöryggi íbúa og fyrirtækja. Flutningsgetan til Eyja eykst um 120 MVA þegar þeir verða komnir í gagnið í haust. Þessi aukna flutningsgeta raforku er nauðsynleg vegna allrar þeirra uppbyggingar sem er í gangi og þeirra verkefna sem eru fram undan eru. Þetta er góður dagur fyrir okkur Eyjamenn,“ segir Íris og er hægt að taka undir það.
Eyþór Harðarson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn tekur í sama streng. „Magnað verkefni! Áralöng barátta fyrirtækjanna í Eyjum og bæjaryfirvalda að skila sér í verki. Til hamingju Eyjamenn,“ segir Eyþór.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst