Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi segist fagna því að bjóða eigi út smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. ,,�?að var alltaf meiningin að byggja Landeyjahöfn og smíða nýja ferju. Verkið tafðist eðlilega vegna hrunsins. Nýja ferjan mun geta farið oftar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar en gamli Herjólfur en hún verður líka smíðuð með það í huga að geta siglt á �?orlákshöfn. �?etta er gott skref til að bæta samgöngur til Vestmannaeyja og það var sannarlega tími til kominn. Mér finnst líka frábært að ferjan verði hönnuð þannig að hún geti gengið fyrir rafmagni til móts við olíuna. �?að er umhverfisvænna og betra,�?? sagði Oddný,