„Þetta er nákvæmlega það sem við óttuðumst“
segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis í samtali við Eyjafréttir
7. september, 2025
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis virðir hér fyrir sér Klettsvíkina og Ystaklett.

Í kjölfar hópuppsagna hjá Vinnslustöðinni hafa margir spurt hvort varað hafi verið nægilega við afleiðingum nýsamþykktra laga um veiðigjöld. Aðspurð hvort uppsagnirnar hafi komið henni á óvart segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis, að svo hafi ekki verið.

„Þetta er sárt, en því miður ekki ófyrirséð. Við vöruðum við því í þingumræðum að lögin myndu þrengja rekstrarskilyrði, sérstaklega í landvinnslu, og auka líkur á niðurskurði og fækkun starfa í sjávarbyggðum. VSV hefur nú sagt upp 50 starfsmönnum og vísað til breyttra gjalda, sterkari krónu og kostnaðarþrýstings. Þar að auki hefur dótturfyrirtækið Leo Seafood verið lagt niður. Þetta er nákvæmlega það sem við óttuðumst að myndi gerast ef stjórnvöld þrýstu málinu í gegn án raunhæfs mats á áhrifum,“ segir hún.

Verðum að endurmeta reikniregluna

Varðandi sjálft veiðigjaldakerfið og nýju lögin, telur Guðrún að það endurspegli ekki nægilega vel raunverulega greiðslugetu fyrirtækjanna í greininni.

„Lögin festa reiknistofninn að stórum hluta við norsk verðgögn og miðgengi norsku krónunnar árið 2024, sem síðan er uppfært eftir SDR. Slík ytri viðmiðun getur farið langt frá raunverulegri stöðu íslenskrar vinnslu og veiða, sérstaklega þegar gengis- og markaðsaðstæður hreyfast hratt. Minni hlutinn í nefnd taldi forsendur ráðuneytisins rangar, að áætluð hækkun veiðigjalda væri vanmetin og skerðing samkeppnishæfni yrði meiri en gert var ráð fyrir. Ég tel að við verðum að endurmeta reikniregluna með opnum gögnum og fáum breytum sem raunverulega tengjast afkomu – áður en meira tjón verður unnið.“

Vill eiga samtal við bæjaryfirvöld, VSV og stéttarfélög til að greina stöðuna

Guðrún er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur fylgst náið með áhrifum uppsagnanna í Vestmannaeyjum. Aðspurð um hvaða aðgerðir hún hyggst leggja til segir hún að nú skipti mestu að hlusta á fólkið á staðnum og vinna í samstarfi við lykilaðila.

„Ég vil eiga samtal við bæjaryfirvöld, VSV og stéttarfélög til að greina stöðuna og tryggja að atvinnuleiðir, endurmenntun og tímabundin úrræði virki strax. Ég mun jafnframt leggja fram afdráttarlausar tillögur um að hrinda í framkvæmd því ákvæði laganna að Byggðastofnun meti áhrif veiðigjalda á sjávarbyggðir og að niðurstöður leiði til skjótvirkra lagfæringa ef á þarf að halda. Lögin kveða á um slíkt mat fyrir árslok 2027, en ég vil flýta því ferli og fylgja eftir milliþrepa skýrslum.“

Mun beita sér fyrir því að Eyjar og Suðurland fái skýran hlut af nýjum fjármunum

Stjórnvöld hafa sagt að auknar tekjur af veiðigjöldum eigi að nýtast í uppbyggingu innviða. Guðrún segir mikilvægt að tryggja að þær tekjur renni beint til þeirra svæða sem finna fyrir neikvæðum áhrifum gjaldanna.

„Í Eyjum þarf að efla hafnarmannvirki og áreiðanleika samgangna – meðal annars með markvissum endurbótum á siglingum Herjólfs og rekstraröryggi Landeyjahafnar. Á Suðurlandi þarf að hraða brýnni viðhalds- og öryggisvinnu í samgöngum samkvæmt samgönguáætlun, ljúka við nýja Ölfusárbrú og endurskoða forgangsröðun næstu ára. Ég mun beita mér fyrir því að Eyjar og Suðurland fái skýran hlut af nýjum fjármunum og að þeim sé varið í áþreifanlegar framkvæmdir, ekki aðeins í almennar yfirlýsingar.“

Samræmist engan veginn markmiðum um aukinn virðisauka í íslensku atvinnulífi

Þegar talið berst að þróun sem virðist nú blasa við – að fiskur fari í auknum mæli óunninn úr landi segir Guðrún að slíkt samræmist engan veginn markmiðum um aukinn virðisauka í íslensku atvinnulífi.

„Stefna um meiri virðisauka krefst þess að sem mest af verðmætasköpuninni fari fram heima. Sveitarfélög í sjávarútvegi vöruðu við því í umsögnum að breytingarnar myndu leiða til aukins útflutnings á óunninni vöru og draga úr verðmætasköpun í landi. Þetta er þvert á það sem við viljum. Þess vegna þurfum við að laga reiknireglur og hvata þannig að landvinnsla og nýsköpun í afurðum fái að blómstra.“

Aðspurð hvort hún hafi þegar átt samtöl við lykilfólk á staðnum, s.s. hjá Drífanda, Vinnslustöðinni og bæjaryfirvöldum, svarar Guðrún einfaldlega: „Já, ég hef gert það.“

Byggðastofnun þarf að fá skýrt umboð til að mæla staðbundin áhrif

Í lokin ræðir hún framtíðarsýn sína fyrir atvinnulíf í sjávarbyggðum og segir skýrt að ef Ísland ætli að halda samkeppnishæfni gagnvart láglaunasvæðum verði að styðja við nýsköpun, tæknivæðingu og sanngjörn rekstrarskilyrði.

„Framtíðarsýnin verður að byggja á þremur stoðum: fyrirsjáanlegum og sanngjörnum reglum, markvissri hvataframsetningu til verðmætasköpunar í landi, og öflugum innviðum í sjávarbyggðum. Við stöndum ekki í samkeppni á launakostnaði heldur gæðum, tækni og þjónustu. Þess vegna vil ég að veiðigjaldareglan verði endurskoðuð með reglubundnum prófunum gegn rauntölum. Byggðastofnun þarf að fá skýrt umboð til að mæla staðbundin áhrif – og niðurstöður skulu leiða sjálfkrafa til lagfæringa. Minni hlutinn sýndi fram á að upphaflegar forsendur um tekjur og áhrif voru verulega umdeildar. Nú verðum við að eyða óvissu með gagnadrifnu endurmati svo greinin haldi samkeppnishæfni og störf haldist í byggðunum.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.