Kolbeinn Agnarsson, formaður Jötuns sjómannafélags í Vestmannaeyjum var í þingi ASÍ þegar rætt var við hann í kvöld. „Þetta er allt mjög undarlegt en í mínum huga er spurningin: -Hvaða hag hafa sjómenn af því eða vera í samtökum sem snúast um eitthvað allt annað en hagsmuni okkar,“ sagði Kolbeinn.
„Við sjáum til hvernig þetta fer í fyrramálið en Jötunn sjómannafélag styður Trausta Jörundarson, formann Sjómannafélags Eyjafjarðar í sæti annars varaforseta og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem forseta ASÍ. Það er bara þannig.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst