Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta stútfullt af flottu efni

Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta kemur út eftir næstu helgi og er stútfullt af efni sem tengist þjóðhátíð fyrr og nú. Spjallað er við lögreglustjóra og framkvæmdastjóra ÍBV sem ásamt stórum hópi fólks vinnur hörðum höndum við undirbúning hátíðarinnar sem nú er að verða að veruleika eftir þriggja ára hlé.

Búningum á þjóðhátíð og búningakeppninni eru gerð skil, Hemmi Hreiðars rifjar upp afrek Vallógengisins, tónlistarfólkið Þura Stína, Hebert Guðmunds og Klara, höfundur þjóðhátíðarlagsins og Kvennakórinn fá sinn sess í blaðinu.

Við fáum að kynnast fjölskyldunni sem í áratugi hefur mættr með hjólhýsið sem er einn af föstu punktunum í Dalnum. Líka fjölskyldu Guðmundar Þ.B. og Þuru Stínu sem lumaði á nokkrum ástarsögum tengdum þjóðhátíð.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.