Þýsk-franska sjónvarsstöðin Arte framleiddi á síðasta ári stuttmynd um Þjóðhátíð. Myndin var frumsýnd í þýska og franska sjónvarpinu fyrr á árinu og nú er hún aðgengileg á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar.
Forsaga verkefnisins er sú að Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur var fengin til að velja og leikstýra þætti fyrir þessa flottu sjónvarpsstöð. Hún gat valið hvað sem var, en þar sem að hún er mikill aðdáandi Vestmannaeyja og sleppir helst ekki Þjóðhátíð að þá varð hátíðin og Eyjarnar fyrir valinu.
Það er áhugavert að sjá hvernig gestsaugað sér Þjóðhátíðina og hvernig Gestaþáttur hinna fornu Hávamála er fléttaður inn í hátíðarþemað. Þátturinn er auðvitað framúrskarandi kynning á þessari einstöku hátíð sem okkur öllum þykir svo vænt um.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst