Þjóðlendukröfur fáránleikans enn í gangi
2vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar, eyjar og sker að Surtsey frátalinni. Óbyggðanefnd ríkisins vill áfram sölsa undir sig úteyjarnar en hefur gefið eftir landið á Heimaey að Stórhöfða undanskildum. Ljósmynd/ Sigurgeir Jónasson

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom fram að lögfræðingar, sem fara með mál Vestmannaeyjabæjar er varðar kröfur ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum hafi í sumar sent fjármálaráðherra bréf með ósk um afturköllun kröfulýsingar til óbyggðanefndar.

„Eins og rakið var í bréfinu telst krafan byggð á misskilningi um að Vestmannaeyjar hafi verið utan landnáms sem og ekki verið skýrum eignarrétti undirorpnar frá því land byggðist. Gert er ráð fyrir að fjármálaráðherra skili endurskoðaðri kröfulýsingu um miðjan september og hlutaðeigandi sveitarfélög vegna svæðis 12 hafi frest til 2. desember til að bregðast við,“ segir í fundargerð.

„Bæjarstjórn ítrekar fyrri afstöðu sína um að kröfugerð ríkisins í heild sinni gagnvart Vestmannaeyjabæ verði dregin til baka,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu bæjarstjórnar. Er vísað til bréfs til fjármálaráðherra frá 17. júní þar sem þess er krafist að ríkið dragi kröfurnar til bara.

Það því ljóst að sigur er ekki enn unninn í þessu fáránlega máli og mikils um vert að Vestmannaeyingar standi þétt saman gegn ríki sem allt vill gleypa.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.