Hin árlega Þrettándagleði ÍBV verður haldin með hefðbundnu sniði á morgun, föstudaginn 9. janúar. Spáð er blíðskaparveðri, köldu en rólegu.
Áframhaldandi dagskrá tengt þrettándanum mun einnig standa yfir helgina.
Föstudagur
14:00: Grímuball Eyverja verður á sínum stað í Höllinni þar sem jólasveinar mæta og veitt verða verðlaun fyrir búninga.
19:00: Formleg dagskrá þrettándans hefst við Hánna. Í framhaldi af því verður flugeldasýning, blysför, jólasveinar, tröll, tónlist og gengið verður inn á malarvöllin þar sem skemmtunin heldur áfram.
23:45: Þrettándaball í Höllinni, fram koma Birnir, Nussun og Emmsjé Gauti.
Laugardagur
11:00-12:00: Boðið verður upp á sérstaka sýningu í Sagnheimum þar sem gestir fá að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja í gegnum lifandi kvikmyndir frá síðustu öld.
12:00-14:00: Tröllagleði fyrir alla krakka í íþróttamiðstöðinni undir stjórn Fimleikafélagsins Ránar.
12:00-15:00: Þrettánda þrautaleikir fyrir krakka á Bókasafninu.
12:00-16:00: Langur laugardagur í verslunum Vestmannaeyja.
21:00: Uppistand í Höllinni með Pétri Jóhanni. Miðasala á tix.is.
Sunnudagur
13:00: Þrettándamessa í Stafkirkjunni. Tríó Þóris Ólafssonar sjá um tónlist.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst