Hin árlega Þrettándagleði ÍBV verður haldin með hefðbundnu sniði á morgun, föstudaginn 9. janúar. Spáð er blíðskaparveðri, köldu en rólegu.
Áframhaldandi dagskrá tengt þrettándanum mun einnig standa yfir helgina.
Föstudagur
14:00: Grímuball Eyverja verður á sínum stað í Höllinni þar sem jólasveinar mæta og veitt verða verðlaun fyrir búninga.
19:00: Formleg dagskrá þrettándans hefst við Hánna. Í framhaldi af því verður flugeldasýning, blysför, jólasveinar, tröll, tónlist og gengið verður inn á malarvöllin þar sem skemmtunin heldur áfram.
23:45: Þrettándaball í Höllinni, fram koma Birnir, Nussun og Emmsjé Gauti.
Laugardagur
11:00-12:00: Boðið verður upp á sérstaka sýningu í Sagnheimum þar sem gestir fá að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja í gegnum lifandi kvikmyndir frá síðustu öld.
12:00-14:00: Tröllagleði fyrir alla krakka í íþróttamiðstöðinni undir stjórn Fimleikafélagsins Ránar.
12:00-15:00: Þrettánda þrautaleikir fyrir krakka á Bókasafninu.
12:00-16:00: Langur laugardagur í verslunum Vestmannaeyja.
21:00: Uppistand í Höllinni með Pétri Jóhanni. Miðasala á tix.is.
Sunnudagur
13:00: Þrettándamessa í Stafkirkjunni. Tríó Þóris Ólafssonar sjá um tónlist.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.