�?að fór væntanlega ekki fram hjá neinum sem staddur var í Vestmannaeyjum um helgina að árleg þrettándagleði fór fram með öllu tilheyrandi. Dagskráin byrjaði í raun með Eyjakvöldi á fimmtudeginum og stóð fram á sunnudag þar sem sr. Guðmundur fór með hugvekju í Stafkirkju. �?ar á milli voru fastir liðir á borð þrettándagönguna, flugeldasýningu, blysför og annað sem löngu er orðið rótgróið í menningu Eyjumanna. �?að er óhætt er að slá því föstu að bæði gangan og samkoman á malarvellinum hafi verið vel sótt enda veður hið bærilegasta miðað við árstíma þetta kvöldið.