Það var vel mætt á Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja í Kiwanis húsinu í síðustu viku. Þar var vetrarstarf kórsins kynnt um leið og reynt var að lokka inn fleiri karla í þennan skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur.
Súpan smakkaðist hið besta og þarna var að sjá nokkur ný andlit sem vonandi eiga eftir að láta til sín taka i því sem framundan er. „Þar með er vetrardagskráin formlega hafin og mun okkar maður, Matthías Harðarson, nýráðinn dómorganisti halda á sprotanum í vetur eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Andri Hugo Runólfsson félagi í kórnum.
„Framundan eru stífar æfingar því þann 2. nóvember sameinast allir kórar í Vestmannaeyjum, Karlakórinn, Kvennakór Vestmannaeyja og Kór Landakirkju og flytja verkið Requiem eftir Gabriel Fauré á allraheilagramessu í Landakirkju, undir stjórn Matthíasar. Metnaðarfullt og skemmtilegt verkefni sem gaman verður að takast á við,“ segir Andri.
Karlakór Vestmannaeyjum var endurvakinn árið 2015 og hefur starfað óslitið síðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst