Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og fór skemmtanahald helgarinnar ágætlega fram og án teljandi vandræða. Við komu Herjólfs til Vestmannaeyja að kvöldi 9. mars sl. hafði lögreglan afskipti af karlmanni á þrítugsaldri vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis. Við leit í farangri mannsins fundust ætluð fíkniefni sem talin eru vera kannabisefni. Maðurinn viðurkenndi að vera eigandi efnisins og var honum sleppt að skýrslutöku lokinni. Málið telst að mestu upplýst.