Tóku forskot á Goslokahátíðina í Eldheimum

Að þessu sinni byrjaði metnaðarfull dagskrá Goslokahátíðar óvenju snemma. En á föstudaginn opnaði einn fremsti myndlistarmaður landsins Jón Óskar sýningu í Eldheimum á nokkrum af sínum mögnuðu verkum. Sýningin er liður í goslokahátíðinni og verður svo opin áfram út sumarið á afgreiðslutímum safnsins.

Um kvöldið mætti svo hljómsveitin Hálft í hvoru og rifjaði upp gamla takta.  Hljómsveitin var að koma saman aftur eftir langt hlé, en hún var tíður gestur í Eyjum fyrir aldamótin. Sveitin á m.a. hið sígilda Þjóðhátíðarlag „Alltaf á Heimaey“  og Goslokalagið í ár er flutt af sveitinni, en hljómsveitarmeðlimurinn Ingi Gunnar Jóhannsson samdi lagið. Það var því margt um manninn og góð stemming í Eldheimum á föstudaginn.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.