Tómas Bent Magnússon gerir þriggja ára samning
Tomas Bent Mynd
Tóm­as Bent Magnús­son skoraði eitt marka ÍBV í kvöld.

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun hann því leika með liðinu út leiktímabilið 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tómas er 20 ára miðjumaður sem er þó mjög fjölhæfur og getur leikið fleiri stöður á vellinum.

Tómas lék 14 leiki með ÍBV og KFS á leiktímabilinu 2022 og skoraði þar tvö mörk. Hann hefur alla tíð leikið í Vestmannaeyjum en þá á hann samtals 40 leiki fyrir ÍBV í deild og 12 leiki fyrir KFS í deild auk þeirra á hann samanlagt níu leiki í bikarkeppnum fyrir liðin.

Hann lék 20 leiki fyrir ÍBV er liðið vann sér sæti í Bestu deildinni árið 2021 og skoraði þar gott mark í endurkomusigri á Grindavík.

 

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.