Olga Vocal Ensemble verður á Íslandi í júlí með glænýja efnisskrá sem ber heitið ,,Fragments”. Olga mun halda tónleika í safnaðarheimili Landakirkju mánudaginn 7. júlí kl. 20:00 ásamt Karlakór Vestmannaeyja.
Að efnisskránni, ,,Fragments”. Sagan er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið – frá upphafi til enda. Sagan byrjar með lýsingu á einangruðum og örvæntingarfullum manni á miðjum aldri og svo förum við aftur í tímann þar sem barnæsku hans er lýst – þar sem sakleysi, frelsi og von ráða ríkjum. Hver þáttur í efnisskránni lýsir tilteknu æviskeiði og tónlistin endurspeglar stemninguna: þung og kúgandi, eintóna og örvæntingarfull og létt og björt. Fragments dregur áheyrendur inn í sögu sem er bæði persónuleg og almenn, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Olga Vocal Ensemble á Íslandi í sumar:
7. júlí kl. 20:00 – Safnaðarheimili Landakirkju, Vestmannaeyjar, ásamt Karlakór Vestmannaeyja
8. júlí kl. 20:00 – Djúpavogskirkja
9. júlí kl. 20:30 – Bláa kirkjan, Seyðisfirði
11. júlí kl. 20:00 – Tjarnarborg, Ólafsfirði
12. júlí kl. 20:00 – Berg, Dalvík
15. júlí kl. 20:00 – Fríkirkjan í Reykjavík
Meðlimir Olgu:
Jonathan Ploeg – tenór
Matthew Smith – tenór
Arjan Lienaerts – barítón
Pétur Oddbergur Heimisson – bassi
Philp Barkhudarov – bassi
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst