Toppliðið engin fyrirstaða
Tomas Bent Mynd
Tóm­as Bent Magnús­son skoraði eitt marka ÍBV í kvöld.

Eyjamenn gerðu góða ferð í Grafarvoginn í kvöld, þegar liðið mætti toppliði deildarinnar, Fjölni. Eyjaliðið fór hamförum í leiknum og gjörsigruðu Fjöln­is­menn.

Staðan í leikhléi var 0-4. Bjarki Björn Gunn­ars­son kom ÍBV yfir á 13. mín­útu. Á fjögra mín­útna kafla í lok hálfleiksins komu svo mörkin á færibandi. Tóm­as Bent Magnús­son skoraði á 44. mín­útu, Oli­ver Heiðars­son, bætti við þriðja marki ÍBV á fyrstu mín­útu upp­bót­ar­tíma og Vicente Val­or setti svo fjórða mark­ið á þriðju mín­útu upp­bót­ar­tímans. Á 56. mín­útu, bætti Oli­ver við öðru marki sínu og fimmta marki ÍBV. Fjölnir minnkaði svo muninn þegar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur 1-5. Með sigr­in­um minnkaði ÍBV for­skot Fjöln­is á toppn­um í aðeins eitt stig.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.