Í kvöld verður einn stærsti leikur Íslandsmóts karla í knattspyrnu þegar topplið ÍBV sækir Breiðablik heim í Kópavoginn en Blikar eru í öðru sæti, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Leikurinn er báðum liðum afar mikilvægur en Blikarnir eru erfiðir heim að sækja, hafa unnið síðustu þrjá heimaleiki sína með markatölurnni 11:1. ÍBV vann leik liðanna á Kópavogsvelli í fyrra 4:3 og hafa aðeins tapað tveimur útileikjum í sumar. Sigur þýðir því að ÍBV næði fimm stiga forystu en tap þýðir að Breiðablik nær efsta sætinu.