Knattspyrnulið ÍBV lék æfingaleik gegn Stjörnunni á laugardag en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. ÍBV hafði spilað tvo æfingaleiki, lagt að velli bæði KR og HK en í þetta sinn tapaði ÍBV 2:1. Mark ÍBV skoraði Guðjón Ólafsson, sem er nú aftur kominn af stað eftir langvarandi meiðsli. Þá kepptu Eyjamenn einnig í Íslandsmótinu í Futsal síðar sama dag en spilað var á útivelli gegn Markaregni, sem spilar heimaleiki sína á Ásvöllum í Hafnarfirði.