Tvær flug­vél­ar rák­ust sam­an við Vest­manna­eyj­ar

Tvær einka­flug­vél­ar rák­ust sam­an á flugi við Vest­manna­eyj­ar í gær. Vél­arn­ar, sem voru flug­hæf­ar eft­ir árekst­ur­inn, lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í kjöl­farið.

Vík­ur­frétt­ir greina frá þessu.

Flug­vél­arn­ar, sem eru báðar á er­lendri skrán­ingu, eru af gerðinni Kinga­ir B200. Flugmaður og einn farþegi voru í ann­arri vél­inni en flugmaður í hinni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un miðils­ins.

Slysið í rann­sókn
„Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa er með um­rætt al­var­legt flug­at­vik til rann­sókn­ar, er varð í gær þegar tvær flug­vél­ar rák­ust sam­an á flugi ná­lægt Vest­manna­eyj­um. Ég get ekki sagt mikið meira um málið á þessu stigi,“ seg­ir Ragn­ar Guðmunds­son hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa í svari við fyr­ir­spurn Vík­ur­frétta.

Ekki til­kynnt um at­vikið í fyrstu
Sam­kvæmt heim­ild­um Vík­ur­frétta lentu flug­vél­arn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær og til­kynntu ekki um at­vikið. Þá voru það þjón­ustuaðilar flug­vél­anna sem sáu að þær voru skemmd­ar. Í kjöl­farið greindu flug­menn­irn­ir frá því sem hefði gerst.

Lög­regla og full­trú­ar nefnd­ar­inn­ar voru þá kölluð til.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar hafa ekki komið fram en vél­arn­ar standa enn á Kefla­vík­ur­flug­velli, að því er Vík­ur­frétt­ir herma.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.