Eyjastúlkur tóku á móti bikar- og Íslandsmeisturum Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi Max-deild kvenna.
Leikurinn byrjaði með miklum látum og sóttu bæði lið stíft. Agla María Albertsdóttir kom þá Blikastúlkum yfir á 11. mínútu. Níu mínútum síðar varð Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir leikmaður ÍBV fyrir því óhappi að fá fyrirgjöf Blikastúlkunnar Karólínu Leu í sig og endaði boltinn í marki ÍBV. Fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur því 0-2 Breiðablik í vill.
Þrátt fyrir óhagstæð úrslit sýndu Eyjakonur góðan leik og var mikið jafnræði með liðunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst