Tveggja marka tap gegn tvöföldum meisturum Breiðablik

Eyjastúlkur tóku á móti bikar- og Íslandsmeisturum Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi Max-deild kvenna.

Leikurinn byrjaði með miklum látum og sóttu bæði lið stíft. Agla María Albertsdóttir kom þá Blikastúlkum yfir á 11. mínútu. Níu mínútum síðar varð Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir leikmaður ÍBV fyrir því óhappi að fá fyrirgjöf Blikastúlkunnar Karólínu Leu í sig og endaði boltinn í marki ÍBV. Fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur því 0-2 Breiðablik í vill.

Þrátt fyrir óhagstæð úrslit sýndu Eyjakonur góðan leik og var mikið jafnræði með liðunum.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.