Tveir leikmenn 1. deildarliðs ÍBV í handknattleik voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sigurður Bragason og Sindri Haraldsson en báðir fengu þeir útilokun með skýrslu í leik ÍBV og Víkings um síðustu helgi þar sem Eyjamenn höfðu betur.