Tvö vindhögg í sama málinu
20. nóvember, 2020

”Bæjarfulltrúi skal beina beiðni um aðgang að gögnum til bæjarstjóra sem veitir honum afrit af gögnum, upplýsingum eða öðru aðgengi”.

Þetta ákvæði, eða sambærilegt, hefur verið í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyja í áratugi og var m.a. samþykkt með þessu orðalagi 2013 þegar D-listinn var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Þetta er eðlilegt og sambærilegar reglur eru í gildi hjá flestum öðrum sveitarfélögum. Fyrst og fremst er þetta gert til að bæjarfulltrúar geti haldið bæjarstjóranum ábyrgum fyrir því að umbeðnar upplýsingar berist en þurfi ekki að eltast við einstaka starfsmenn vegna þeirra. En þetta er líka gert til að hlífa starfsmönnum við því sem gæti verið óþægileg staða gangavart kjörnum fulltrúum. Það er sem sé eðlilegast að svona fyrirspurnir fari allar í gegnum einn farveg hjá framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, sem er þá ábyrgur fyrir því að þeim sé svarað, í stað þess að verið sé að argast í einstökum starfsmönnum bæjarins.

Nú bregður hins vegar svo undarlega við að oddvita D-listans virðist vera ókunnugt um þetta ákvæði í bæjarmálasamþykktinni og bókar þetta á síðasta bæjarstjórnarfundi:

”Aldrei nokkurn tímann hefur það tekið aðra starfsmenn sveitarfélagsins viðlíka tíma að svara þegar til þeirra hafa verið beint álíka spurningum en fulltrúum minnihlutans hefur verið gert að beina öllum spurningum sínum til bæjarstjóra og þannig hefur aðgengi þeirra að starfsmönnum sveitarfélagsins og verið takmörkuð verulega”.

Hvernig rímar þetta nú við hina ágætu bæjarmálasamþykkt sem D-listinn stóð sjálfur fyrir? Ber að skilja þessa bókun sem svo að oddvitinn hafi hingað til verið að brjóta þessa samþykkt, vísvitandi eða af vanþekkingu, með því að krefja einstaka starfsmenn bæjarins um upplýsingar? Og hver var svo þessi óskaplega langi tími sem bæjarstjórinn tók sér til að svara oddvitanum? Jú, það voru tveir dagar. Spurningarnar bárust 3. nóvember og var svarað 5. nóvember. Sjálfsagt hefði tekið enn styttri tíma að svara erindinu ef það hefði ekki borið upp á þá daga þegar allt var á öðrum endanum vegna endurskipulagningar á skólastarfi og fleiru vegna hertra covid aðgerða.

Þessi bókun oddvita D-listans er vindhögg.

Jafnvel enn meira vindhögg er grein sem oddvitinn birtir síðan í fréttamiðlum bæjarins í gær. Þar heldur oddvitinn því fram að á henni hafi verið brotinn trúnaður með því að birta í fundargerð bæjarráðs spurningarnar sem um getur hér að ofan og tók svo óskaplega langan tíma að svara, sem sagt tvo daga. Hún segir að þetta hafi verið  ”…tölvupóstur sem ég sendi persónulega á bæjarstjóra…”. Það er ekki rétt. Þetta var tölvupóstur sem kjörinn fulltrúi stílar á bæði bæjarstjóra OG framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins með 10 tölusettum spurningum og ritar undir með nafni og titlinum: ”Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum”. Átti ég að líta svo að þetta erindi hefði verið sent mér ”persónulega” eins og oddvitinn heldur fram? Auðvitað nær það engri átt.

Þessi grein oddvitans er líka vindhögg; númer tvö í sama málinu.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst