Í sumar eru bókuð 39 skemmtiferðaskip til Vestmannaeyja. Hefur þeim fjölgað úr 20 frá sl. sumri. Mikil aukning hefur verið síðastliðin ár og ljóst að bæta þarf aðstöðu við móttöku, sérstaklega vegna tenderbáta af stærri skipum sem ekki komast inn í höfnina. �?etta kom fram á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku þar sem lögð var fram tillaga að uppsetningu og staðsetningu á salernisaðstöðu og sölubásum sem jafnframt nýtist við önnur tækifæri. Einnig rætt um breytingu á staðsetningu flotbryggja til betri nýtingar og minni hættu á hagsmunaárekstrum.