Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í lok síðasta mánaðar fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar yfir stöðuna á framkvæmdinni við Gjábakka.
Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að keyra rúmlega 3000 m3 af fyllingarefni fram af bryggjunni. 15 akkerissteinar komnir til Eyja. Búið er að reka niður austur kantinn og fyrstu 12 plöturnar á langhliðinni. Stagbiti á gaflinum uppsettur og hornalás í austur hornin er uppsettur.
Næstu skref eru að reka niður næstu 10 plötur. Ganga frá gaflinum og hann gerður steypuklár (tekur um mánuð). Uppgröftur á þekjunni hefst eftir 10. ágúst. Fram kemur í niðurstöðu ráðsins að óskað sé eftir að farið verði aftur yfir stöðuna á næsta fundi ráðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst