Makrílveiðar ganga vel og skipin eru nú á veiðum suður af Eyjum, frá Kötlugrunni vestur að Grindavíkurdýpi. Skipin koma inn til löndunar en hver veiðiferð tekur um sólarhring og unnið er á er á vöktum við vinnslu á makríl í Ísfélagi, Vinnslustöð og Godthaab í Nöf. Á milli 3600 til 3700 tonnum hefur verið landað í vinnsluna í landi og 1900 tonnum af afhausuðum og frystum makríl.