Sjávarútvegssýningin fer fram í Smáranum í Kópavogi dagana 22. til 24. september. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum ætla að kynna starfsemi sína í sameiginlegum bás og þar af eru Vestmannaeyjahöfn, Vélaverkstæðið Þór, Björgvinsbeltið og Ísfélagið. Önnur fyrirtæki eru Skipalyftan, Eyjablikk, Godthaab í Nöf, Oceanus Gourmet ehf. og Vinnslustöðin.