Úrslitakeppnin hefst í dag


Deildarkeppninni í handbolta er lokið og við tekur úrslitakeppni hjá bæði karla og kvennaliði ÍBV.
Niðurstaða beggja liða í deild var 4. sæti sem í báðum tilfellum verður að teljast viðunandi árangur.
Karlaliðið hefur keppni í 8 liða úrslitum í dag þegar strákarnir frá Hauka í heimsókn sem höfnuðu í 5. sæti Olís deildarinnar. Þessi lið hafa háð margar spennandi úrslitarimmur síðustu ár og þarf ekki að
leita lengra en tæpt ár þegar liðin léku til úrslita í Íslandsmótinu þar sem ÍBV stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Leikir liðanna í vetur hafa þó ekki verið mjög spennandi. ÍBV lagði Hauka nokkuð
auðveldlega á heimavelli í september og tapaði svo illa á útivelli gegn Haukum í upphafi árs. Haukar voru síðan takmörkuð fyrirstaða fyrir ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar þar sem ÍBV vann með sex mörkum. Það er því ómögulegt að segja hvað verður boðið upp á í íþróttamiðstöðinni í kvöld í fyrsta
leik liðanna í 8 liða úrslitum.

Flautað verður til leiks klukkan 19:45 en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Liðin mætast aftur á sunnudag á Ásvöllum klukkan 16:00, komi til þriðja leiks verður hann leikinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 18:00 í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.